Innskráning
Stofna aðgang

Gleðilegt ár kæru núverandi og verðandi Cover-notendur. 2020 er árið ykkar. Eftir alla listana um bestu lögin, bíómyndirnar og fólkið á síðasta áratug er tími kominn til að horfa framávið en ekki til baka. Þetta er árið sem við ætlum að taka næsta skref með ykkur inn í framtíðina.

Rjúfum einangrunina

Sem hótelstjóri nýkominn í ferðalausnateymið hér hjá Origo hef ég kynnst nokkrum ólíkum gististöðum í innleiðingu á Cover. Það virðist ekki skipta máli hvort um ræði örfáar íbúðir sem voru á landareign viðskiptavinarins eða tugir herbergja á hefðbundnu hóteli, það hafa allir nóg á sinni könnu alla daga ársins. Þá gildir einu hvort það gangi vel eða töluvert betur megi fara. Það virðast allir vera á hlaupabrettinu að reyna að ná í skottið á sjálfum sér.

Ég var líka sekur um þetta á mínum hótelstjóraferli. Maður óð úr einu verkefni í annað og alltaf að betrumbæta en það dugði sjaldnast til að róa mann. Það kom alltaf eitthvað nýtt upp og maður hafði ekki tíma eða vit á því að leita út fyrir skrifstofuna eftir ráðum eða aðstoð. Það var alltaf um það bil að fara að róast og maður gæti bara sinnt þessu öllu sjálfur. Hægt og rólega einangrast maður svo í eigin hugsanahætti og færi ekki álit annarra sem sjá áskoranirnar kannski í stærra samhengi. Þar hef ég aðeins uppgötvað ósýnlegt hlutverk okkar í ferlinu. Þó að við séum í grunninn að selja ykkur ódýrt og einfalt (en geggjað sniðugt) gistikerfi, þá eigum við það til að skipta okkur aðeins af og koma með tillögur um þetta og hitt sem við höfum lært af öllum þessum innleiðingarferlum. Það er nefnilega furðulega mikið sem maður lærir af því að komast í tæri við svona marga ólíka gististaði og setja upp kerfið með þeim. Ótrúlegustu spurningar sem vakna og nýtast í reynslubankann okkar.

Við höfum fundið fyrir því að viðskiptavinir okkar kunna að meta þetta. Að hafa hauk í horni sem hægt er að leita álits hjá án þess að ræsa út rándýra ráðgjafaþjónustu. Við ætlum okkur því að taka þetta hlutverk enn alvarlegar á þessum nýja áratug. Okkur þykir líka vænt um að geta gefið af okkur á öðrum sviðum en bara tæknilega sviðinu enda samtvinnast þetta auðvitað allt oft í öllum látunum.

Tíminn líður hratt…á tvöþúsundtuttuguogeitthvað

Ekkert mál fyrir…þig og okkur

Annað sem ég hef rekið mig nokkuð oft á þegar við erum að ræða við nýja aðila er að þeir vilja oft mikla fyrir sér ferlið að færa sig yfir í nýtt og betra kerfi eins og okkar. Þetta skil ég líka mætavel sjálfur. Maður er með risadæmi á hlaupum núþegar. Ekki bætir úr skák að þurfa mögulega að handvirkt færa yfir hundruðir, ef ekki þúsundir bókana, þjálfa allt starfsfólkið og venjast nýju viðmóti. Allt á meðan húsið er í fullum gangi. Þú setur ekkert á pásu á meðan á þessu stendur sko.

En þetta er ekki svona mikið mál. Yfirleitt tekur innan við sólahring að láta okkur færa allar bókanir yfir og með öllum undirbúningi erum við saman búin að þessu á nokkrum dögum. Svo erum við með innbyggða netspjallið fyrir alla sem nota kerfið til að svara litlum sem stórum spurningum sem koma upp. Auðvitað koma upp hnökrar hér og þar en Cover er byggt upp með það í huga. Ég fullyrði að það er notendavænsta gistikerfi sem ég hef séð. Það er kannski aðalvandamálið fyrir starfsfólk að „aflæra“ ósiðina sem það var búið að temja sér með gömul kerfi. Stundum er líka einhver fítus sem þú tapar við flutninginn en færð 4 í staðinn. Það er alveg til í dæminu líka. Það er ekkert kerfi það fullkomið að þú fáir bara kosti og enga galla fyrir þinn rekstur en nettó ávinningurinn á alltaf að vera töluverður.

Smáa letrið!

Það fyndnasta á mínum stutta ferli með Cover hefur verið að hjálpa fólki í leitinni að smáa letrinu. Það er skemmtilegt. Þetta er of gott til að vera satt og allt það. En svo er í raun ekki. Í krafti stærðar Origo er Cover-grunnurinn frír og þið fáið ókeypis heimasíðu með hýsingu og bókunarvél sem matar beinar bókanir með kortanúmerum inn í kerfið. En svo er gagnsætt hvað þið borgið í Cover Plus og fyrir hvað það er. Sjálfvirknivæðingin eins og hún leggur sig.

Ég hef kynnst fullt af gististöðum sem eru með ævafornt fyrirkomulag og eru ekki komnir í hópinn hjá okkur þó við bjóðum þeim að taka bara kerfið ókeypis án þess að nýta sjálfvirknina. Það er í alvöru ókeypis. Ef þú ert að lesa þetta og ert enn að taka við bókunum í gegnum tölvupóst, senda beiðni um að fylla út kreditkortaform eða láta fólk hringja þetta inn, þá ertu kominn á réttan stað. Ég skal bara gefa þér síðbúna jólagjöf sem einfaldar þér lífið, strax í dag! Vertu bara í bandi.

Þið fyrirgefið vonandi kokhreystið í mér en vona jafnframt að þið kunnið að meta það því ég sé ekkert nema hækkandi sól og bjarta tíma framundan fyrir þá sem hafa kjark til að stíga skref inn í nýjan áratug með Cover.