Innskráning
Stofna aðgang

Bókunarvél og vefsíða

Öllum pökkum Cover fylgja fullkomin bókunarvél og einföld vefsíða með hýsingu innifalinni. Taktu völdin á heimasíðu þinni í krafti Cover.   

Mörg tungumál

12 tungumál sem stýra staðfestingapóstum og öllum stöðluðum samskiptum við gestinn á þeirra tungumáli án þess að þú þurfir að fara á tungumálanámskeið.

Þú vinnur á þínu tungumáli og gesturinn á sínu. 

Multi property bókunarvél

Ertu með fleiri en einn gististað á þínum höndum? Ekkert mál. Að skipta á milli er jafnauðvelt og að skipta á milli RÚV og Stöð 2 með fjarstýringunni. 

Afsláttakóðar

Notaðu afsláttakóða til að laða til þín ákveðna gesti eða gefa tímabundin tilboð til ákveðinna aðila án þess að standa í tölvupóstsamskiptum og prútti.  

Widgets

Þú ræður orðavali, tungumáli og litapalettu fyrir bókunarhnappinn þinn sem hægt er að koma fyrir á hvaða vefsíðu sem er. 

Vefsíða og vefhýsing

Þinn eigin, ókeypis búðargluggi á vefnum til að vekja athygli á því hvað gerir gististaðinn þinn aðlaðandi og tryggir þér bókanir án umboðslauna.

Þú hefur efnið í höndunum og getur breytt að vild og borgar ekkert, aldrei.   

 1. Skalanleg

  Síðan er hönnuð til að selja rýmin þín óháð notendaviðmóti

  • Fartölvur
  • Spjaldtölvur
  • Símar
  • Turntölvur
 2. Innifalin vefhýsing og https vottorð

  Enginn falinn kostnaður eða markaðssetning okkar megin. Hættu að borga þúsundkalla mánaðarlega fyrir ekki neitt án þess að slaka á kröfum um öryggi og nothæfi.

 3. Einföld vefsíðu útlit

  Þú þarft ekki að fá hönnuð til að smíða síðuna fyrir þig frá grunni heldur velur úr sniðmátum okkar og byrjar að setja inn kjarna þess sem gerir þinn gististað sérstakan.

 4. Stafrænt markaðsstarf
  • Facebook Pixel
  • Google Analytics
  • Google Adwords