Innskráning
Stofna aðgang

Einfalt, notendavænt og ókeypis hótelbókunarkerfi með fullt af möguleikum

Cover Basic er í mjög stuttu máli ókeypis hótelbókunarkerfi sem hægt er að nota til að sinna nánast öllum helstu þörfum gististaða í rekstri sínum. Munurinn á ókeypis útgáfunni og Cover Plus má segja að sé sjálfvirknin í bókunum og greiðslum sem kemur með Cover Plus.

Það er vel hægt að komast upp með að borga aldrei neitt fyrir notkun á kerfinu en því fylgir handavinna sem svo er hægt að borga fyrir að láta tæknina vinna fyrir sig í Cover Plus. En að svo stöddu ætlum við að ræða hvað er innifalið í ókeypis hlutanum enda er það fjölmargt og áhugavert útaf fyrir sig. 

Bókunarkerfið 

Cover Basic er sama kerfi og Cover Plus og Premium byggja á. Þetta er grunnurinn að öllu sem gert í rekstrinum. Þú getur sett inn bókanir, haldið utan um upplýsingar gesta, merkt við greiðslur og gefið út reikninga auk þess sem þú getur skoðað hinar ýmsu skýrslur. Þú getur haft eins mörg herbergi og notendur og þú vilt, aldrei hækkar reikningurinn úr núllinu. Inni í hverri bókun getur þú séð sögu breytinga og hvaða starfsmaður er að baki hverri breytingu. Þú getur búið til aukahluti til að selja með herbergjum eða sérstaklega útaf fyrir sig. 

Mælaborðið 

Rétt eins og í bifreið er mikilvægt að sjá framfyrir sig og vita hvað er í gangi öllum stundum. Mælaborð (Dashboard) Cover sýnir notendum á skjótfenginn hátt hvað er að gerast í rekstrinum með vefstreymi sem sýnir allar nýjustu bókanir og breytingar sem hafa farið fram í kerfinu. Á sama stað er hægt að sjá allar þær bókanir sem eru með komu eða brottför í dag. Aukinheldur eru til hliðar handhægar tölulegar upplýsingar um nýtingu næstu 28 daga, veltu síðustu 28 daga og hvaðan bókanirnar hafa verið að berast síðustu 28 daga. Þetta eru allt nytsamlega upplýsingar fyrir þig til að sjá hvort þú þurfir að bregðast við einhverju í nánustu framtíð. 

Dagatalið 

Í dagatalinu (Bookings) hefurðu myndræna yfirsýn yfir hótelið þitt eftir herbergjum og dagsetningum. Þú getur séð hverjir eru í húsi, hverjir eru á leiðinni, hverjir skulda og hverjir eru búnir að greiða. Þú getur einnig smellt á hverja bókun og fengið beinan aðgang inn í bókunina til að breyta henni eða skoða. Þetta er sá gluggi sem gestamóttökustarfsmenn nota mest í daglegu amstri. 

Bókunarvélin

Þegar þú setur gististaðinn þinn upp í Cover Basic með herbergjategundum og verðum, verður sjálfkrafa til öflug bókunarvél fyrir gististaðinn þinn sem þú getur notað, þér að kostnaðarlausu. Bókunarvélin færir bókanirnar sjálfkrafa inn í Cover. Þú getur sett afsláttakóða upp sem hægt er að nýta í bókunarvélinni auk þess sem þú getur búið til gistitilboð sem birtast á heimasíðunni fyrir gesti þína að bóka. 

Þú getur tengt bókunarvélina með svokölluðu widget við aðrar vefsíður en þína eigin ef einhver hefur áhuga á að leyfa þér það en svo virkar einfaldur hlekkur líka á bókunarvélina. 

Heimasíðan

Cover fylgir heimasíða með hýsingu fyrir þá sem vilja nýta sér það. Vefsíður fyrir gististaði eru ekki flókin vísindi. Þær eru settar upp til að selja herbergi og koma upplýsingum um gististaðinn skilmerkilega til tilvonandi gesta. Þú borgar ekkert í uppsetningu, hönnun eða mánaðarlega í hýsingu. Það eina sem þú verður að borga enn sem fyrr er fyrir notkun á léninu sem þú ert að nota til ISNIC. Búið er að hugsa fyrir Google Analytics og slíkum mælitækjum. Það er því óþarfi að fjárfesta hundruðum þúsunda eða jafnvel milljónum í vefsíðu sem hefur sama tilgang. Þeir sem eru þegar búnir að leggja mikla vinnu í að koma sér upp nýrri vefsíðu er frjálst að nýta ekki síðuna frá okkur en þeir þurfa auðvitað að koma bókunarvélinni fyrir í hlekk eða widget á sinni síðu til að fá beinar bókanir inn í Cover. 

Sjálfvirku tölvupóstarnir

Staðfestingarpóstar og allir aðrir tölvupóstar sem þér dettur í hug, sendast beint út úr Cover. Þú getur t.d. valið að láta kerfið senda öllum gestum tölvupóst þegar 3 dagar eru í komu þeirra með upplýsingum um staðarhætti, veitingastaðinn í húsinu eða hvað sem þér dettur í hug og gæti nýst gestunum fyrir komu. Að sama skapi er hægt að láta Cover senda öllum gestum tölvupóst eftir dvölina til að biðja um ummæli á þartilgerðum vefsíðum eins og Tripadvisor. 

Hægt er að búa til mun sértækari tölvupóstsamskipti sem einskoraðst við hluti eins og ákveðin herbergisnúmer, hvaða ferðaskrifstofu bókunin kom frá og margt, margt fleira. Fyrir engar krónur ofan á núllkallinn. 

Að síðustu er líka hægt að setja upp sniðmátspósta fyrir þinn gististað sem allir notendur geta nýtt sér. Ef þér er oft að berast sama fyrirspurnin frá gestum þínum, getur þú sett upp sniðmát í tölvupósthluta Cover og haft þar tilbúið vopn í baráttunni gegn tvíverknaði. Gott dæmi er vegvísun frá flugvellinum eða aðkoma að næturlagi. Ef einhver hringir eða sendir skilaboð um slíkt, geturuðu farið beint í bókunina, valið þetta sniðmát og jafnvel bætt við persónulegum texta inn í póstinn svo gesturinn átti sig ekki á að hann sé að fá það sama og allir hinir. 

Tungumálin

Cover bókunarkerfið talar 11 tungumál og getur hver starfsmaður stillt viðmótið eftir sínum þörfum. Efni sem gestir sjá svo á heimasíðu og bókunarvél er hægt að hafa á allt að 7 tungumálum. Starfsmaðurinn sér umhverfið á sínu tungumáli en gesturinn sömu gögn á sínu tungumáli. 

Gististaðir á fleiri stöðum

Ef þú ert með nokkra gististaði á mismunandi stöðum er lítið mál fyrir okkur að tengja þig við þá alla í Cover. Sem notandi tekur aðeins tvo smelli að skipta á milli. Þér er svo frjálst að gefa starfsmönnum þínum aðgang að einum eða fleiri gististöðum á þínum vegum. 

Þjónustan

Cover er þjónustað af ferðalausnateymi Origo. Allir notendur hafa aðgang að sömu þjónustu, óháð því hvort og hvað þeir borga fyrir kerfið. Það er hægt að ná í teymið í netspjalli, tölvupósti og síma á skrifstofutíma og ef það kemur einhvern tíma upp neyðartilfelli yrði það leyst fljótt og örugglega. Ferðaþjónustuteymi Origo hefur tekið fullan þátt í uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu við hlið bílaleiga, rútufyrirtækja og gististaða. Ef þú trúir því ekki, smelltu endilega á netspjallhnappinn hér neðst til hægri og skjóttu á okkur hvers kyns spurningu. Sami hnappur býr inni í Cover og nýtist óspart í leit að svörum við litlu og stóru spurningunum sem geta vaknað hverju sinni.  

Taktu skrefið inn í framtíðina með Cover!

Framtíðin