Innskráning
Stofna aðgang

Þá er komið að því. Söluræðan. Af hverju ættir þú að borga mánaðargjald fyrir Cover þegar þú getur fengið nánast allt kerfið frítt með Cover Basic?

Stutta svarið er af því að það sparar þér tíma og fyrirhöfn og tryggir eðlilegt flæði bókana og peninga fyrir gististaðinn þinn. Það er ekkert sérstaklega erfitt að selja það.

Sjálfvirknin

Ef þú varst búinn að kynna þér grunninn í bloggfærslunni um hið ókeypis Cover Basic, þá veistu nú þegar allt um grunnvirkni kerfisins. Cover Plus bætir í raun við aðeins tveimur hlutum og það er ekkert flókið mál að útskýra þá en þetta eru tveir lykilhlutir sem gerbreyta því hvernig þú rekur gististaðinn þinn ef þú hefur ekki nýtt þér þá áður. Það er Channel Manager og greiðslumiðlun.

Channel Manager

Channel Manager er í raun nafnið á því kerfi sem notað er til að koma herbergjaframboði og verðum þínum á markað um allan heim hjá netferðaskrifstofum og færa svo bókanirnar inn í kerfið hjá þér án þess að þú þurfir að aðhafasta nokkuð. Þú stýrir verðum og forsendum inni í Cover og við sjáum til þess að þær sölurásir sem þú vilt að gististaðurinn sé sýnilegur á séu með uppfærðar upplýsingar hverju sinni og skili sér í kerfið til þín. Þá erum við að tala um Booking.com, Expedia, AirBnb og yfir 1000 aðra aðila sem þú getur tengst í gegnum Channel Manager.

Greiðslumiðlun

Ef þú meðhöndlar kortagreiðslur núþegar í rekstrinum, þá ertu væntanlega með greiðsluhirðisamning við eitt af stóru greiðslukortafyrirtækjunum á Íslandi. Origo, sem er eigandi Cover kerfisins, hefur í krafti stærðar sinnar sem hugbúnaðarfyrirtæki tryggt sér ISO samstarfssamning við kortafyrirtæki fyrst íslenskra fyrirtækja og gengur því í þeirra stað hvað þig varðar í Cover Plus pakkanum. Þetta þýðir að þú færð posa (gsm/wifi), vefposa, greiðslugátt, þjónustuvef og allt annað sem þú hefur sótt til greiðslukortafyrirtækjanna hingað til (og oft greitt aukalega fyrir) inni í okkar Cover Plus pakka.

Þetta tryggir að á meðan Channel Managerinn flytur heiminum verðin þín, framboðið og svo bókanir til baka, getur þú látið kerfið rukka allar bókanir sjálfvirkt samkvæmt þínum skilmálum. Cover Plus dulkóðar kreditkortaupplýsingar bókanna þinna og gerir þér kleift að rukka eftir þörfum, endurgreiða og allt annað sem þú hefur hingað til þurft að semja við annan aðila um að meðhöndla og tengjast kerfinu.

Berðu saman allan pakkann

Þegar þú berð saman kostnaðinn á Cover Plus-pakkanum við einhver af hinum fjölmörgu hótelbókunarkerfunum sem þér stendur til boða að vinna með, þá hvetjum við þig að muna að þú þarft að bera saman meira en bara kerfi á móti kerfi ef þú ert að eingöngu að telja krónurnar. Þú verður að huga að því hvað þú ert að borga í þjónustugjöld, posaleigu og annað hjá núverandi kortafyrirtækinu þínu og að sama skapi hvort þú sért að borga sérstaklega fyrir Channel Manager og líka hótelbókunarkerfi. Það er ef þú ert bara að bera saman krónurnar.

Ef þú berð saman afköstin, hagræðinguna og þjónustuna sem við boðum, þá eru 19.900isk á mánuði kostakjör, hvernig sem á það er litið.

Byrjaðu að byggja þinn gististað upp í dag með Cover. Ef þú hefur einhverjar spurningar um kerfið er um að gera að hafa samband við okkur…t.d. með því að smella á netspjallið hér niðri til hægri.