Innskráning
Stofna aðgang

Þegar þú ert búinn að kynna þér kosti Cover Plus og allt sem það gerir fyrir þig, má vera að þú viljir stíga skrefið til fulls með því að bæta við enn fleiri tengimöguleikum og eftirfylgni frá teyminu okkar.

Fyrir lengra komna

Það er óhætt að segja að Premium er alls ekki fyrir alla. Við myndum segja að allir gististaðir hafa þörf fyrir og geta nýtt Cover Plus til að spara sér tíma og reka húsið á snjallan máta en Premium er þegar fólk vill láta tæknina og tæknifólkið leysa af enn fleiri hluti til að hámarka afköst og afkomu fyrirtækisins.

Sjálfvirk tekjustýring

Eitt af því allra tímafrekasta og leiðinlegasta í lífi hótelstjórans er líka eitt það mikilvægasta. Það er tekjustýringin. Þ.e.a.s. að ákveða verðin sem selja á gistirýmin á hverju sinni og inn í framtíðina. Við höfum hitt þá marga á spjalli og það er allur gangur á því hversu vel þeim finnst þeim takast til í þessum málum en eins og með svo margt annað í þessum bransa er til betri leið. Það þarf nefnilega ekki endilega að vera betra að sitja yfir tölum og væntingum klukkutímum saman í hverri viku til þess að ná árangri. Fyrir okkur er þetta eins og að sitja yfir reikningsbók að reyna að sýna alla útreikninga á meðan þú ert með fullkominn vasareikni á borðinu hjá þér sem getur leyst málið.

Eftir að við fengum fólkið frá RoomPriceGenie í heimsókn á klakann í október 2019 sannfærðumst við endanlega um að þetta væri það kerfi sem hentaði sem flestum okkar viðskiptavinum í leit að því að koma rétta verðinu á markaðinn hverju sinni og ná fram veltumarkmiðum sínum. Í ljósi þess að við erum að reyna að fækka þeim aðilum sem gististaðirnir okkar þurfa að semja við og borga, ákváðum við að semja beint við þá svo allir í Cover Premium fái sjálfkrafa aðgang að kerfum þeirra til að leggja línurnar. Með RoomPriceGenie er hægt að láta kerfi þeirra ráðleggja þér með hvers konar verð þú ættir að vera að bjóða, heilt ár fram í tímann og svo getur þú í raun sleppt taumnum og hleypt kerfi þeirra inn í Cover til að stýra þessu sjálfkrafa innan þeirra leikregla sem þú setur kerfinu. Sjálfvirknin er semsagt komin á þennan stað og hefur gefið góða raun hjá þeim sem hafa hingað til nýtt sér þessa lausn.

Sértæk rekstrarráðgjöf

Í ferðalausnateymi Origo er ekki aðeins að finna tækninörda heldur heilmikla reynslu innan ferðaþjónustubransans á Íslandi og víðar. Við erum með fólk sem hefur starfað sem hótelstjórar, bílaleigustarfsmenn, eigendur dagsferðafyrirtækja og margt fleira. Þó við séum aðallega í sölu og þjónustu á hugbúnaðarlausnum verðum við ýmissa hluta áskynja í samskiptum okkar við ferðaþjónustuaðila sem nýtast okkur við að auka þekkingu innan teymisins. Þegar við bætum þessari þekkingu ofan á þá sérfræðikunnáttu sem fyrir var til staðar, þykjumst við vita ýmislegt sem getur nýst gististöðunum sem við störfum með.

Þeir sem taka Cover Premium hjá okkur fá því reglulega fundi með okkur til að fara heildstætt yfir hvernig reksturinn stendur og hvort það séu einhver tækifæri eða áskoranir sem þarf að bregðast við. Á meðan meginþjónusta Cover snýst um að bregðast við því sem viðskiptavinir okkar vilja gera með kerfið, er hægt að segja að þarna eigum við meira frumkvæði að því að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni hverju sinni.

Uppfærslusala (Upselling)

Á sama tíma og við fengum félaga okkar hjá RoomPriceGenie til landsins, fengum við fólkið frá UpsellGuru í heimsókn og náðust samningar þar einnig um að bæta tengingu hjá þeim inn í Cover Premium. Um er að ræða nýjustu tækni til að auka tekjur gististaðarins með því að bjóða þeim sem hafa þegar bókað að bjóða í uppfærslu á herbergi sínu. Gististaðurinn getur svo valið að samþykkja eða hafna tilboðinu, nú eða setja reglur sem kerfið sjálft samþykkir, hafnar eða býður aðra möguleika í stöðunni. Þetta þekkist hjá t.d. Icelandair þar sem flugfarþegum er boðið að bjóða í Saga Class sæti eftir að þeir hafa bókað flugið sitt.

Svona leikjavæðing (gamification) á gististaðavörum er komin tiltölulega skammt á veg hérlendis en er líkleg til að koma sterk inn nú þegar samkeppni um gesti og þeirra eyðslu harðnar. Það skal þó tekið fram að þó að uppsetning á UpSellGuru og mánaðargjald er innifalið í Cover Premium, tekur UpsellGuru %-hluta af hverri aukasölu innan kerfis síns.

Ef þú hefur enn spurningar um hvað í ósköpunum Cover Premium er, ekki hika við að smella á hnappinn í horninu og við verðum í bandi við þig von bráðar til að leiða þig í sannleikann.