Innskráning
Stofna aðgang

Sjálfvirkir tölvupóstar

Cover sendir staðlaða staðfestingu á alla gesti með nauðsynlegum upplýsingum án þess að þú þurfir að lyfta litla fingri.

Staðfestingarpóstar

Cover sendir staðlaða staðfestingu á alla gesti með nauðsynlegum upplýsingum án þess að þú þurfir að lyfta litla fingri.

Pre og Post stay póstar

Láttu Cover um að undirbúa gestina fyrir komuna með pósti sem sendist á gesti stuttu fyrir komu með mikilvægum komuupplýsingum að þínu vali.

Láttu Cover svo líka um að eltast við álit gestanna á upplifuninni hjá þér með því að senda þeim tölvupósta eftir að þau eru komin heim.

Þú ræður innihaldinu og hvænar þetta sendist og svo geturðu einbeitt þér að daglegum rekstri þangað til hrósin byrja að flæða inn.

Þinn póstur, þitt útlit

Cover vinnur fyrir þig með því að skapa umhverfi fyrir tölvupóstsamskipti til gesta þinna í gegnum bókanir þeirra. Þú getur látið sérsníða lausnir fyrir útlit að þínu skapi eða notað staðlað útlit Cover.

Template sem einfalda vinnu

Ertu oft að fá sömu spurningarnar frá gestum fyrir komu? Þá er um að gera að búa til Template-póst sem svarar þeirri spurningu og hægt er að senda gestinum án þess að hver starfsmaður sé í sínu horni að skrifa allt frá grunni í hvert sinn.

Starfsmenn geta klárað verkefnið á þremur smellum og bætt svo við persónulegri kveðju hvar sem er í póstinn og eytt út því sem mögulega á ekki alveg við hverju sinni. Stöðlun og sveigjanleiki í sömu lausninni.

Allt fyrir Cover-fólkið okkar!

Persónulegur póstur með bókunarupplýsingum og skilyrðum

  • Nýttu þér upplýsingar upp úr bókunni til að gera póstinn persónulegri, s.s. nafn viðskiptavinar, dagsetningu innritunar, upphæð bókunar og eftirstöðva.
  • Hægt er að setja ótal skilyrði á póstana en þannig geta viðskiptavinir t.d. fengið ólíka pósta eftir því frá hvaða sölurás bókunin á uppruna sinn, einnig geta þeir sem gista 2 nætur fengið öðruvísi póst en þeir sem gista eina nótt osfrv.